„Í kjölfar refsiaðgerða bresku ríkisstjórnarinnar hefur stjórn úrvalsdeildarinnar ákveðið að fjarlægja þátttökurétt Roman Abramovich sem stjórnanda Chelsea. Ákvörðun stjórnarinnar mun ekki hafa áhrif á getu félagsins til að æfa og spila sína leiki,“ sagir í tilkynningu frá Úrvalsdeildinni.
Þessi ákvörðun úrvalsdeildarinnar breytir ekki miklu þar sem Abramovich má ekki einu sinni fljúga í breskri lofthelgi, hvað þá stíga fæti inn í landið. Þessi yfirlýsing úrvalsdeildarinnar staðfestir þó að rússneski auðkýfingurinn er ekki velkominn í enskan fótbolta.