Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Atli Arason skrifar 12. mars 2022 09:30 Popovich á æfingu. vísir/epa Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. NBA Bandaríkin Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
NBA Bandaríkin Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira