Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Atli Arason skrifar 12. mars 2022 09:30 Popovich á æfingu. vísir/epa Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. NBA Bandaríkin Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
NBA Bandaríkin Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira