Spurning vikunnar: Gefur þú makanum þínum óvæntar gjafir? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. mars 2022 09:30 Finnst þér gaman að koma makanum þínum á óvart í hversdagsleikanum? Getty Það er misjafnt hvaða leiðir við notum til að gleðja ástina í lífinu okkar, enda mjög ólíkt eftir fólki hvað það er sem gleður. Ekki allir eru þessar „gjafatýpur“, ef svo má að orði komast, og gleðja makann sinn með öðrum leiðum. Kaffi í rúmið á morgnana, elda uppáhalds matinn eða nudda tásurnar fyrir framan sjónvarpið. Leiðirnar eru allavega og eflaust hafa flestir eitthvað sem þeir vita að gleður makann sérstaklega. Þegar kemur að gjöfum eru hinir hefðbundnu gjafadagar eru yfirleitt afmælisdagar, jólin, konu- og bóndadagar. Á þessum dögum býst fólk yfirleitt við einhverri gjöf frá makanum, þó svo að allur gangur sé á gjafahefðum hjá fólki. Þegar við búumst ekki við neinu En hvað með gjafir í hversdagsleikanum? Alveg upp úr þurru, ekkert tilefni, engin ástæða önnur en sú að þig langaði bara svo að gleðja og gefa ástinni þinni eitthvað. Gjafirnar þurfa ekki að vera stórar, dýrar, hvað þá heldur innpakkaðar, en þegar smá hugsun er á bak við gjöfina er hún fólki yfirleitt margfalt dýrmætari. Uppáhalds súkkulaðið, gömul vínyl plata með laginu ykkar, ilmkerti, hlýju sokkarnir sem hann elskar, nærföt, gjafabréf á stefnumót eða í nudd. Eða bara eitthvað sem þú kipptir með úr búðinni, eitthvað sem þú veist að makinn þinn elskar en er kannski ekki að veita sér. Gefur þú makanum þínum óvæntar gjafir? Spurningunni er beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09 Flestir karlmenn sögðust áhyggjufullir vegna jólagjafar til makans „Sælla er að gefa en að þigga.“ Eða hvað? Er þetta gjafastúss og pressan í kringum það að finna „réttu gjöfina“ orðið til þess að gjafavalið veldur meiri áhyggjum en gleði? 28. desember 2021 07:01 Töluverður áhugi á því að opna ástarsambandið Bara ég og þú. Jú, og einhverjir fleiri...!Eru opin sambönd að verða algengari í íslensku samfélagi? 15. nóvember 2021 20:33 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ekki allir eru þessar „gjafatýpur“, ef svo má að orði komast, og gleðja makann sinn með öðrum leiðum. Kaffi í rúmið á morgnana, elda uppáhalds matinn eða nudda tásurnar fyrir framan sjónvarpið. Leiðirnar eru allavega og eflaust hafa flestir eitthvað sem þeir vita að gleður makann sérstaklega. Þegar kemur að gjöfum eru hinir hefðbundnu gjafadagar eru yfirleitt afmælisdagar, jólin, konu- og bóndadagar. Á þessum dögum býst fólk yfirleitt við einhverri gjöf frá makanum, þó svo að allur gangur sé á gjafahefðum hjá fólki. Þegar við búumst ekki við neinu En hvað með gjafir í hversdagsleikanum? Alveg upp úr þurru, ekkert tilefni, engin ástæða önnur en sú að þig langaði bara svo að gleðja og gefa ástinni þinni eitthvað. Gjafirnar þurfa ekki að vera stórar, dýrar, hvað þá heldur innpakkaðar, en þegar smá hugsun er á bak við gjöfina er hún fólki yfirleitt margfalt dýrmætari. Uppáhalds súkkulaðið, gömul vínyl plata með laginu ykkar, ilmkerti, hlýju sokkarnir sem hann elskar, nærföt, gjafabréf á stefnumót eða í nudd. Eða bara eitthvað sem þú kipptir með úr búðinni, eitthvað sem þú veist að makinn þinn elskar en er kannski ekki að veita sér. Gefur þú makanum þínum óvæntar gjafir? Spurningunni er beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09 Flestir karlmenn sögðust áhyggjufullir vegna jólagjafar til makans „Sælla er að gefa en að þigga.“ Eða hvað? Er þetta gjafastúss og pressan í kringum það að finna „réttu gjöfina“ orðið til þess að gjafavalið veldur meiri áhyggjum en gleði? 28. desember 2021 07:01 Töluverður áhugi á því að opna ástarsambandið Bara ég og þú. Jú, og einhverjir fleiri...!Eru opin sambönd að verða algengari í íslensku samfélagi? 15. nóvember 2021 20:33 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Ríma-búið-bless Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. 7. mars 2022 20:09
Flestir karlmenn sögðust áhyggjufullir vegna jólagjafar til makans „Sælla er að gefa en að þigga.“ Eða hvað? Er þetta gjafastúss og pressan í kringum það að finna „réttu gjöfina“ orðið til þess að gjafavalið veldur meiri áhyggjum en gleði? 28. desember 2021 07:01
Töluverður áhugi á því að opna ástarsambandið Bara ég og þú. Jú, og einhverjir fleiri...!Eru opin sambönd að verða algengari í íslensku samfélagi? 15. nóvember 2021 20:33