Hver erum við? Sandra B. Franks skrifar 11. mars 2022 08:31 Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar