Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 13:21 Tryggingafélagið TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir í málskostnað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira