Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 11:59 Ólöfu Helgu Adolfsdóttur var sagt upp í ágúst síðastliðinn eftir að hafa starfað um árabil sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48