Auka aftur réttindi sjóðfélaga og heimila lífeyristöku frá 60 ára aldri Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2022 10:12 Áunnin lífeyrisréttindi 65 ára og eldri munu haustið 2022 hafa hækkað samtals um 17,9% miðað við árslok 2020. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aukið réttindi sjóðfélaga vegna sterkrar stöðu sjóðsins í annað sinn á innan við hálfu ári. Réttindi verða aukin til viðbótar þeirri 10% hækkun sem varð í nóvember 2021 og hækka lífeyrisgreiðslur um liðlega 7%. Einnig verður sveigjanleiki til töku lífeyris aukinn og upphafsaldur lífeyris heimilaður frá 60 ára aldri í stað 65 ára. Breytingarnar fela í sér að lágmarksréttur til makalífeyris sem áður var 36 mánuðir, verður nú þannig að við bætist hálfur makalífeyrir í 24 mánuði til viðbótar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Breytingar á áunnum réttindum sjóðfélaga sem gerðar voru í nóvember 2021 og ráðgerðar eru á árinu 2022 fela það í sér að áunnin lífeyrisréttindi 65 ára og eldri munu haustið 2022 hafa hækkað samtals um 17,9% miðað við árslok 2020. Sömuleiðis verður örorkutrygging sjóðfélaga bætt og lífeyrir endurreiknaður oftar en áður hjá þeim sem hafa hafið lífeyristöku og eru enn í launaðri vinnu. Eignir jukust um 188 milljarða Að sögn stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sterk staða hans á síðasta ári gert honum mögulegt að auka réttindi verulega. Eignir sjóðsins jukust um 188 milljarða króna á seinasta ári, þar af voru tekjur af fjárfestingum 174 milljarðar og raunávöxtun hans 11,5%. Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna voru 1.201 milljarður króna í lok síðasta árs og greiddu 48 þúsund sjóðfélaga iðgjöld til sjóðsins. Að sögn sjóðsins hafa þessar breytingar í för með sér að skuldbinding sjóðsins gagnvart hverjum og einum sjóðfélaga þurfi að duga lengur en áður, það er fleiri mánuði, en heildarskuldbinding ævilangt verður þó óbreytt. Lífeyrissjóðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
Einnig verður sveigjanleiki til töku lífeyris aukinn og upphafsaldur lífeyris heimilaður frá 60 ára aldri í stað 65 ára. Breytingarnar fela í sér að lágmarksréttur til makalífeyris sem áður var 36 mánuðir, verður nú þannig að við bætist hálfur makalífeyrir í 24 mánuði til viðbótar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Breytingar á áunnum réttindum sjóðfélaga sem gerðar voru í nóvember 2021 og ráðgerðar eru á árinu 2022 fela það í sér að áunnin lífeyrisréttindi 65 ára og eldri munu haustið 2022 hafa hækkað samtals um 17,9% miðað við árslok 2020. Sömuleiðis verður örorkutrygging sjóðfélaga bætt og lífeyrir endurreiknaður oftar en áður hjá þeim sem hafa hafið lífeyristöku og eru enn í launaðri vinnu. Eignir jukust um 188 milljarða Að sögn stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sterk staða hans á síðasta ári gert honum mögulegt að auka réttindi verulega. Eignir sjóðsins jukust um 188 milljarða króna á seinasta ári, þar af voru tekjur af fjárfestingum 174 milljarðar og raunávöxtun hans 11,5%. Heildareignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna voru 1.201 milljarður króna í lok síðasta árs og greiddu 48 þúsund sjóðfélaga iðgjöld til sjóðsins. Að sögn sjóðsins hafa þessar breytingar í för með sér að skuldbinding sjóðsins gagnvart hverjum og einum sjóðfélaga þurfi að duga lengur en áður, það er fleiri mánuði, en heildarskuldbinding ævilangt verður þó óbreytt.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira