„Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 11:02 Jón Daði Böðvarsson og Wojciech Szczesny mættust í landsleik Íslands og Póllands 8. júní. Jón Daði spilaði svo varla fótbolta í sjö mánuði, eða þar til hann skoraði svo fyrir Ísland gegn Úganda og skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson segir það hafa gert helling fyrir sig að byrja árið á að skora mark fyrir íslenska landsliðið, eftir að hafa ekki fengið að spila fótboltaleik í marga mánuði. Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira