„Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 11:02 Jón Daði Böðvarsson og Wojciech Szczesny mættust í landsleik Íslands og Póllands 8. júní. Jón Daði spilaði svo varla fótbolta í sjö mánuði, eða þar til hann skoraði svo fyrir Ísland gegn Úganda og skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson segir það hafa gert helling fyrir sig að byrja árið á að skora mark fyrir íslenska landsliðið, eftir að hafa ekki fengið að spila fótboltaleik í marga mánuði. Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira