„Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 11:02 Jón Daði Böðvarsson og Wojciech Szczesny mættust í landsleik Íslands og Póllands 8. júní. Jón Daði spilaði svo varla fótbolta í sjö mánuði, eða þar til hann skoraði svo fyrir Ísland gegn Úganda og skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson segir það hafa gert helling fyrir sig að byrja árið á að skora mark fyrir íslenska landsliðið, eftir að hafa ekki fengið að spila fótboltaleik í marga mánuði. Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira