Þegar fréttastofa hringdi í slökkviliðsstjórann gat hann ekki rætt við blaðamann vegna anna við slökkvistörf. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði eldurinn á sjöunda tímanum og enn er barist við eldinn.
Samkvæmt frétt Skessuhorns barst viðbótarmannskapur og tæki til aðstoðar Grundfirðingur frá Slökkviliði Snæfellsbæjar fyrir stuttu. Í húsinu eru þrjú fyrirtæki starfrækt, þar á meðal Bifreiðaþjónusta Snæfellsness og Snæfellsnes excursion.
Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.