Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 28-28| Annað jafntefli beggja liða í röð Andri Már Eggertsson skrifar 8. mars 2022 22:35 Vísir/Hulda Margrét Grótta og Afturelding skildu jöfn eftir hörkuleik. Heimamenn fengu tækifæri til að gera sigurmark undir lokin en Andri Scheving, markmaður Aftureldingar, varði og jafntefli niðurstaðan líkt og þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ. Það voru gestirnir frá Mosfellsbæ sem byrjuðu leikinn betur og náðu snemma tveggja marka forskoti 1-3. Bæði lið voru í smá vandræðum sóknarlega og tókst Gróttu aðeins að skora eitt mark á fyrstu átta mínútum leiksins. Grótta spilaði um tíma í fyrri hálfleik áhugaverða vörn þar sem þeir mættu Aftureldingu maður á mann nánast á miðjunni. Gestunum virtist vera brugðið því þeir áttu til að byrja með í vandræðum með að leysa þetta. Þegar tæplega tuttugu og ein mínúta var liðin af leiknum var Afturelding marki yfir 9-10. Grótta náði þá þriggja marka áhlaupi og komst í bílstjórasætið. Sveinn Brynjar Agnarsson gerði síðasta mark fyrri hálfleiks og var Grótta með eins marks forskot 14-13. Í seinni hálfleik var Grótta betri aðilinn til að byrja með. Þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Grótta þremur mörkum yfir og þá tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Tæplega fimm mínútum seinna trompaðist Gunnar Magnússon út í Blæ Hinriksson sem braut klaufalega á Ólafi Brim Stefánssyni sem endaði með vítakasti og tveggja mínútna brottvísun. Það má segja að Afturelding hafi dottið í gang eftir trylling Gunnars. Einar Ingi Hrafnsson jafnaði leikinn 28-28 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Bæði lið fengu tækifæri á að gera sigurmark en bæði Andri Scheving og Einar Baldvin stóðu vaktina vel í markinu á lokamínútunum. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það er ekkert óvænt við það að Afturelding geri jafntefli. Þetta var sjötti leikurinn sem endar með jafntefli hjá Aftureldingu og hafa tveir komið gegn Gróttu. Bæði lið áttu sín áhlaup í leiknum. Grótta var í raun með unninn leik í höndunum verandi tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Ingi Hrafnsson fór fyrir sínu liði og gerði síðustu tvö mörk leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson var markahæstur á vellinum með 10 mörk úr 17 skotum. Annan leikinn í röð reyndist Einar Baldvin Baldvinsson Gróttu drjúgur á lokamínútunum en hann varði nokkur dauðafæri. Einar endaði á að verja 13 skot. Blær Hinriksson var markahæsti leikmaður Aftureldingar með 8 mörk úr 12 skotum. Blær var einnig duglegur að skapa færi og gefa stoðsendingar. Hvað gekk illa? Bergvin Þór Gíslason klikkaði á dauðafæri í hægra horninu þegar tæplega þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum sem hefði að öllum líkindum tryggt Aftureldingu sigurinn. Lúðvík Arnkelsson fann sig ekki í leiknum. Lúðvík skoraði ekki mark úr fjórum tilraunum. Hvað gerist næst? Nú eru síðustu liðin komin í frí frá Olís deildinni. Næst fær Afturelding heimaleik gegn ÍBV miðvikudaginn 23. mars klukkan 18:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Grótta klukkan 19:30 í TM-höllinni. Gunnar: Ansi margir leikir sem okkur hefur ekki tekist að klára Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með eitt stigVísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jafntefli á Seltjarnananesi. „Ég er ánægður með að Gróttu hafi ekki tekist að skora sigurmark, það hefði verið hrikalegt að tapa þessu en ég er svekktur með jafntefli því mér fannst við spila vel,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. Gunnar var ánægður með baráttuna í sínu liði eftir lélegan leik gegn Víkingi. „Ég var ánægður með andann og baráttuna í liðinu. Ég var drullufúll eftir síðasta leik þar sem við vorum slakir. Í kvöld fórnuðu menn sér í leikinn og var margt mjög gott í leiknum,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Við fórum illa með tvö dauðafæri í þessum leik eins og gegn Víkingi. Ef ég tek alla leikina á tímabilinu saman þá eru þetta ansi margir leikir sem okkur hefur ekki tekist að klára,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Grótta Afturelding
Grótta og Afturelding skildu jöfn eftir hörkuleik. Heimamenn fengu tækifæri til að gera sigurmark undir lokin en Andri Scheving, markmaður Aftureldingar, varði og jafntefli niðurstaðan líkt og þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ. Það voru gestirnir frá Mosfellsbæ sem byrjuðu leikinn betur og náðu snemma tveggja marka forskoti 1-3. Bæði lið voru í smá vandræðum sóknarlega og tókst Gróttu aðeins að skora eitt mark á fyrstu átta mínútum leiksins. Grótta spilaði um tíma í fyrri hálfleik áhugaverða vörn þar sem þeir mættu Aftureldingu maður á mann nánast á miðjunni. Gestunum virtist vera brugðið því þeir áttu til að byrja með í vandræðum með að leysa þetta. Þegar tæplega tuttugu og ein mínúta var liðin af leiknum var Afturelding marki yfir 9-10. Grótta náði þá þriggja marka áhlaupi og komst í bílstjórasætið. Sveinn Brynjar Agnarsson gerði síðasta mark fyrri hálfleiks og var Grótta með eins marks forskot 14-13. Í seinni hálfleik var Grótta betri aðilinn til að byrja með. Þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Grótta þremur mörkum yfir og þá tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé. Tæplega fimm mínútum seinna trompaðist Gunnar Magnússon út í Blæ Hinriksson sem braut klaufalega á Ólafi Brim Stefánssyni sem endaði með vítakasti og tveggja mínútna brottvísun. Það má segja að Afturelding hafi dottið í gang eftir trylling Gunnars. Einar Ingi Hrafnsson jafnaði leikinn 28-28 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Bæði lið fengu tækifæri á að gera sigurmark en bæði Andri Scheving og Einar Baldvin stóðu vaktina vel í markinu á lokamínútunum. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það er ekkert óvænt við það að Afturelding geri jafntefli. Þetta var sjötti leikurinn sem endar með jafntefli hjá Aftureldingu og hafa tveir komið gegn Gróttu. Bæði lið áttu sín áhlaup í leiknum. Grótta var í raun með unninn leik í höndunum verandi tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Ingi Hrafnsson fór fyrir sínu liði og gerði síðustu tvö mörk leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson var markahæstur á vellinum með 10 mörk úr 17 skotum. Annan leikinn í röð reyndist Einar Baldvin Baldvinsson Gróttu drjúgur á lokamínútunum en hann varði nokkur dauðafæri. Einar endaði á að verja 13 skot. Blær Hinriksson var markahæsti leikmaður Aftureldingar með 8 mörk úr 12 skotum. Blær var einnig duglegur að skapa færi og gefa stoðsendingar. Hvað gekk illa? Bergvin Þór Gíslason klikkaði á dauðafæri í hægra horninu þegar tæplega þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum sem hefði að öllum líkindum tryggt Aftureldingu sigurinn. Lúðvík Arnkelsson fann sig ekki í leiknum. Lúðvík skoraði ekki mark úr fjórum tilraunum. Hvað gerist næst? Nú eru síðustu liðin komin í frí frá Olís deildinni. Næst fær Afturelding heimaleik gegn ÍBV miðvikudaginn 23. mars klukkan 18:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Grótta klukkan 19:30 í TM-höllinni. Gunnar: Ansi margir leikir sem okkur hefur ekki tekist að klára Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með eitt stigVísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jafntefli á Seltjarnananesi. „Ég er ánægður með að Gróttu hafi ekki tekist að skora sigurmark, það hefði verið hrikalegt að tapa þessu en ég er svekktur með jafntefli því mér fannst við spila vel,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. Gunnar var ánægður með baráttuna í sínu liði eftir lélegan leik gegn Víkingi. „Ég var ánægður með andann og baráttuna í liðinu. Ég var drullufúll eftir síðasta leik þar sem við vorum slakir. Í kvöld fórnuðu menn sér í leikinn og var margt mjög gott í leiknum,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Við fórum illa með tvö dauðafæri í þessum leik eins og gegn Víkingi. Ef ég tek alla leikina á tímabilinu saman þá eru þetta ansi margir leikir sem okkur hefur ekki tekist að klára,“ sagði Gunnar að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti