Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 13:31 Þau Gummi Kíró og Lína Birgitta voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. Lína Birgitta Sigurðardóttir er athafnakona með meiru. Hún rekur fyrirtækið Define the Line þar sem hún selur íþróttafatnað og kósýföt sem slegið hafa í gegn. Betri helmingur Línu, Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau Lína og Gummi eru einnig bæði vinsæl á samfélagsmiðlum þar sem þau deila ýmsu efni tengdu tísku, ferðalögum, heilbrigðum lífsstíl og fleira. Þau Lína og Gummi voru gestir í 46. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Gat ekki hætt að hugsa um hana Í þættinum segja þau Lína og Gummi frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman, þó löngu áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. „Ég hitti Línu fyrst í ræktinni. Þá var hún hjá einkaþjálfara sem ég þekkti mjög vel. Lína lendir svo í bílslysi og þá kallaði einkaþjálfarinn hennar á mig og kynnti okkur og hún kemur í meðhöndlun hjá mér,“ segir Gummi. Á þessum tíma áttu þau Gummi og Lína bæði maka en náðu þó vel saman og urðu góðir félagar. „Ég skildi svo árið 2019 sem var auðvitað erfitt. En ég fór svo austur á Hornafjörð eina helgina að vinna og var þá eitthvað byrjaður að hugsa um Línu á þennan hátt. Það tekur fimm eða sex klukkutíma að keyra heim frá Hornafirði. Ég man bara að þegar ég var að keyra heim þá gat ég ekki hætt að hugsa um hana.“ „Ég fann bara allt í einu einhvern hita í hjartanu. Ég kem seint heim og var drulluþreyttur en ég hugsaði: Á ég bara að senda á hana? En hvað ef hún segir bara nei, það væri ömurlegt.“ Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir stefnumótaboðið Gummi manaði sig upp í það að senda Línu skilaboð og bjóða henni á stefnumót. Hann segist vera afar gamaldags og rómantískur hvað þetta varðar. „Ég var ekki á Tinder. Ég vil bara bjóða stelpum á stefnumót og opna dyrnar og borga reikninginn. Mig langaði alls ekki að hitta bara einhverja. Ég þekkti Línu rosalega vel og líkaði vel við hana og allt í einu komu þessar rómantísku tilfinningar.“ Hann fékk hins vegar ekkert svar frá Línu en sá að hún hafði opnað skilaboðin. Hann beið í tæpan klukkutíma áður en hann ákvað að fara að sofa, enda að fara vinna snemma morguninn eftir. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Lína Birgitta og Gummi Kíró Þegar Gummi vaknaði morguninn eftir beið hans svar frá Línu. Hún hafði þá þurft smá tíma til þess að ráðfæra sig við vini, þar sem hún óttaðist að stefnumót myndi skapa vandræðalega stemmingu í kírópraktor tímunum. Lína samþykkti boðið á stefnumótið en það sem Gummi vissi ekki var að Lína átti bókaðan tíma hjá honum þennan sama morgun og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur. Miklir fagurkerar með brennandi áhuga á tísku Þau ákváðu að fyrsta stefnumótið skyldi fara fram í heimahúsi þar sem þau eru bæði frekar opinberar persónur og vildu forðast allt slúður. Gummi bauð Línu því heim í mat og hafa þau verið saman allar götur síðan. Þó svo að þau Lína og Gummi séu ólík, eiga þau einnig margt sameiginlegt. Þau eru bæði miklir fagurkerar og deila brennandi áhuga á tísku, hreyfingu, samfélagsmiðlum og góðum mat og drykk. Gummi og Lína eru bæði vinsæl á samfélagsmiðlum þar sem þau deila meðal annars tískutengdu efni. Börnin tóku Línu vel Gummi á þrjú börn úr fyrra hjónabandi og tóku þau Línu öll vel. Dóttir Gumma er elst og ákváðu þau að fara með hana út að borða eitt kvöldið og smullu hún og Lína strax vel saman. Þau ákváðu hins vegar að fara aðra leið þegar kom að því að kynna Línu fyrir sonum Gumma sem eru yngri. Þau brugðu á það ráð að Lína skyldi passa strákana í nokkra klukkutíma á meðan Gummi fór að vinna einn laugardaginn. „Þetta var bara ég að vera ég með þeim, en ekki eitthvað „hæ ég er með pabba ykkar“ og það gekk bara sjúklega vel og það var ótrúlega gaman hjá okkur,“ segir Lína en með tímanum áttuðu strákarnir sig svo á því að Lína væri meira en bara vinkona pabba þeirra. Fyrsti kossinn eftirminnilegur Í þættinum segir Lína frá eftirminnilegu atviki sem átti sér stað á þeirra fyrsta stefnumóti. „Hann er svo mikið krútt og það var búið að vera ótrúlega nice. Svo kemur hann svona að mér við matarborðið, hann færir sig nær og horfir á mig og spyr „má ég kyssa þig?“. Hann var ekkert að henda sér bara í það.“ Þó svo að Lína hlægi að þessu augnabliki í dag segir hún þetta til marks um það hve mikill herramaður Gummi sé. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Línu og Gumma í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Maður tekur ekki eftir að þetta sé gervi“ Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty fara þær Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til parsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur sem Gummi Kíró. 9. febrúar 2022 07:50 Gummi kíró boðar komu Covid tískunnar Tískuspekúlantinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er kallaður tók á dögunum saman lista með tískuráðum fyrir árið fram undan. 5. janúar 2022 11:30 Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Lína Birgitta Sigurðardóttir er athafnakona með meiru. Hún rekur fyrirtækið Define the Line þar sem hún selur íþróttafatnað og kósýföt sem slegið hafa í gegn. Betri helmingur Línu, Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau Lína og Gummi eru einnig bæði vinsæl á samfélagsmiðlum þar sem þau deila ýmsu efni tengdu tísku, ferðalögum, heilbrigðum lífsstíl og fleira. Þau Lína og Gummi voru gestir í 46. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Gat ekki hætt að hugsa um hana Í þættinum segja þau Lína og Gummi frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman, þó löngu áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. „Ég hitti Línu fyrst í ræktinni. Þá var hún hjá einkaþjálfara sem ég þekkti mjög vel. Lína lendir svo í bílslysi og þá kallaði einkaþjálfarinn hennar á mig og kynnti okkur og hún kemur í meðhöndlun hjá mér,“ segir Gummi. Á þessum tíma áttu þau Gummi og Lína bæði maka en náðu þó vel saman og urðu góðir félagar. „Ég skildi svo árið 2019 sem var auðvitað erfitt. En ég fór svo austur á Hornafjörð eina helgina að vinna og var þá eitthvað byrjaður að hugsa um Línu á þennan hátt. Það tekur fimm eða sex klukkutíma að keyra heim frá Hornafirði. Ég man bara að þegar ég var að keyra heim þá gat ég ekki hætt að hugsa um hana.“ „Ég fann bara allt í einu einhvern hita í hjartanu. Ég kem seint heim og var drulluþreyttur en ég hugsaði: Á ég bara að senda á hana? En hvað ef hún segir bara nei, það væri ömurlegt.“ Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir stefnumótaboðið Gummi manaði sig upp í það að senda Línu skilaboð og bjóða henni á stefnumót. Hann segist vera afar gamaldags og rómantískur hvað þetta varðar. „Ég var ekki á Tinder. Ég vil bara bjóða stelpum á stefnumót og opna dyrnar og borga reikninginn. Mig langaði alls ekki að hitta bara einhverja. Ég þekkti Línu rosalega vel og líkaði vel við hana og allt í einu komu þessar rómantísku tilfinningar.“ Hann fékk hins vegar ekkert svar frá Línu en sá að hún hafði opnað skilaboðin. Hann beið í tæpan klukkutíma áður en hann ákvað að fara að sofa, enda að fara vinna snemma morguninn eftir. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Lína Birgitta og Gummi Kíró Þegar Gummi vaknaði morguninn eftir beið hans svar frá Línu. Hún hafði þá þurft smá tíma til þess að ráðfæra sig við vini, þar sem hún óttaðist að stefnumót myndi skapa vandræðalega stemmingu í kírópraktor tímunum. Lína samþykkti boðið á stefnumótið en það sem Gummi vissi ekki var að Lína átti bókaðan tíma hjá honum þennan sama morgun og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur. Miklir fagurkerar með brennandi áhuga á tísku Þau ákváðu að fyrsta stefnumótið skyldi fara fram í heimahúsi þar sem þau eru bæði frekar opinberar persónur og vildu forðast allt slúður. Gummi bauð Línu því heim í mat og hafa þau verið saman allar götur síðan. Þó svo að þau Lína og Gummi séu ólík, eiga þau einnig margt sameiginlegt. Þau eru bæði miklir fagurkerar og deila brennandi áhuga á tísku, hreyfingu, samfélagsmiðlum og góðum mat og drykk. Gummi og Lína eru bæði vinsæl á samfélagsmiðlum þar sem þau deila meðal annars tískutengdu efni. Börnin tóku Línu vel Gummi á þrjú börn úr fyrra hjónabandi og tóku þau Línu öll vel. Dóttir Gumma er elst og ákváðu þau að fara með hana út að borða eitt kvöldið og smullu hún og Lína strax vel saman. Þau ákváðu hins vegar að fara aðra leið þegar kom að því að kynna Línu fyrir sonum Gumma sem eru yngri. Þau brugðu á það ráð að Lína skyldi passa strákana í nokkra klukkutíma á meðan Gummi fór að vinna einn laugardaginn. „Þetta var bara ég að vera ég með þeim, en ekki eitthvað „hæ ég er með pabba ykkar“ og það gekk bara sjúklega vel og það var ótrúlega gaman hjá okkur,“ segir Lína en með tímanum áttuðu strákarnir sig svo á því að Lína væri meira en bara vinkona pabba þeirra. Fyrsti kossinn eftirminnilegur Í þættinum segir Lína frá eftirminnilegu atviki sem átti sér stað á þeirra fyrsta stefnumóti. „Hann er svo mikið krútt og það var búið að vera ótrúlega nice. Svo kemur hann svona að mér við matarborðið, hann færir sig nær og horfir á mig og spyr „má ég kyssa þig?“. Hann var ekkert að henda sér bara í það.“ Þó svo að Lína hlægi að þessu augnabliki í dag segir hún þetta til marks um það hve mikill herramaður Gummi sé. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Línu og Gumma í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Maður tekur ekki eftir að þetta sé gervi“ Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty fara þær Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til parsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur sem Gummi Kíró. 9. febrúar 2022 07:50 Gummi kíró boðar komu Covid tískunnar Tískuspekúlantinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er kallaður tók á dögunum saman lista með tískuráðum fyrir árið fram undan. 5. janúar 2022 11:30 Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Maður tekur ekki eftir að þetta sé gervi“ Í nýjasta þættinum af Snyrtiborðið með HI beauty fara þær Heiður Ósk og Ingunn Sig í heimsókn til parsins Línu Birgittu Sigurðardóttur og Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er betur þekktur sem Gummi Kíró. 9. febrúar 2022 07:50
Gummi kíró boðar komu Covid tískunnar Tískuspekúlantinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er kallaður tók á dögunum saman lista með tískuráðum fyrir árið fram undan. 5. janúar 2022 11:30
Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00
„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00