#Metoo - Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn Sigríður Elín Guðlaugsdóttir skrifar 8. mars 2022 10:31 Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun