Unga fólkið aftur heim í Múlaþing Guðný Lára Guðrúnardóttir skrifar 7. mars 2022 09:01 Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun