Unga fólkið aftur heim í Múlaþing Guðný Lára Guðrúnardóttir skrifar 7. mars 2022 09:01 Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun