Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 23:30 Sigurður Orri Kristjánsson, Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson fóru um víðan völl í Framlengingunni. Stöð 2 Sport Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira