Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2022 21:50 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. „Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
„Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik