Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 20:05 Bjarki Jónasson með eina af lopapeysunum, sem hann hefur prjónað. Það tekur hann um þrjá daga að prjóna svona peysu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira