Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 12:05 Fuglar voru baðaðir í „Fuglamiðstöð Suðureyrar“ í gær. Auður Steinberg Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg
Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira