Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 16:37 Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) og börn þeirra Nikita, Tima og Stefaniu eru meðal þeirra 56 flóttamanna sem komir eru hingfað til lands frá Úkraínu. Vísir/Egill Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira