Gunnar, sem hefur ekki barist í UFC síðan 28. september 2019 þegar hann tapaði fyrir Gilbert Burns á dómaraákvörðun ætlar að stíga aftur inn í hringinn í London þrátt fyrir þetta bakslag. Samkvæmt skrifum föður Gunnars, Haraldar Dean Nelson á Facebook fer nú fram leit að nýjum andstæðingi en einungis tvær vikur eru til stefnu.
Samkvæmt frétt mmafrettir.is gengur leitin þrátt fyrir allt vel og því ættu þeir Íslendingar, sem eiga miða á bardagann, en þeir eru þónokkrir, ekki að örvænta en líklegt þykir að nýr andstæðingur verði tilkynntur í komandi viku.