Einar Guðnason mættur til starfa hjá Örebro: „Smá skrítið að vinna fyrir annað félag en Víking“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 12:46 Einar Guðnason er mættur til starfa hjá Örebro. Örebro Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið ráðinn til starfa hjá Örebro sem leikur í sænsku B-deildinni. Starfstitillinn er „transition“ þjálfari og er honum ætlað að aðstoða leikmenn sem eru að taka skrefið úr akademíu liðsins og inn í aðalliðið. Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira
Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira