Lék sem framherji til þrettán ára aldurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 10:45 Kelleher fagnar sigrinum í deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs. Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira