Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 23:30 Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkissins. Stöð 2/Bjarni Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira