Íslenskir ólígarkar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 5. mars 2022 11:01 Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun