Brotlending ábyrgrar fjármálastjórnar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun