Óskað er eftir leiðtoga Inga Lind Karlsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar