Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. mars 2022 23:31 Unnið hefur verið hörðum höndum að því undanfarna daga að fylla upp í holur sem myndast hafa á götunum eftir slæma tíð undanfarið. Vísir/Sigurjón Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“ Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“
Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39