Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 08:04 Karl Kennedy og Izzy Hoyland líst ekkert á blikuna. Fremantle Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986. Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986.
Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55