Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“ Atli Arason skrifar 3. mars 2022 07:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vilhelm Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni. „Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
„Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira