Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2022 22:02 Hálfdán Óskarsson er framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík Arnar Halldórsson Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22
Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21
Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00