Eignarhald í laxeldi á Íslandi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. mars 2022 20:01 Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun