Þar sem hjartað slær – íþróttastarf í Garðabæ Stella Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:00 Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Stefánsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Íþróttir barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun