Fyrrum UFC-meistari handtekinn fyrir að skjóta barnaníðing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 12:31 Cain Velasquez sést hér eftir síðasta UFC bardaga sinn þar sem hann tapaði á móti Francis Ngannou. Getty/Josh Hedges UFC-goðsögnin Cain Velasquez reyndi að taka lögin í sínar hendur þegar hann frétti af því að barnaníðingur hefði brotið á barni innan fjölskyldunnar. Velasquez var handtekinn af lögreglunni í San Jose í gær grunaður um manndrápstilraun í úthverfi borgarinnar. Former UFC champion Cain Velasquez booked on attempted murder charge https://t.co/DwsWqNqSKi— Post Sports (@PostSports) March 2, 2022 Cain Velasquez er margfaldur heimsmeistari í UFC og einn af þeim stóru í sportinu og handtaka hans hefur því vakið mikla athygli. Washington Post hefur heimildir fyrir því að Velasquez hafi þarna skotið barnaníðing sem hann taldi að hefði brotið kynferðislega á barni innan fjölskyldunnar. Velasquez skaut á bíl með tveimur mönnum innanborðs og annar þeirra var fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki sagður vera í lífshættu. Report: Cain Velasquez allegedly shot at man accused of molesting a relative https://t.co/QG8seHCLg6— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 2, 2022 Sá sem slasaðist meira en sagður vera stjúpfaðir þess sem Velasquez ætlaði að skjóta. Umræddur barnaníðingur hafði verið látinn laus gegn tryggingu á föstudaginn var en hann hafði áður verið handtekinn fyrir að brjóta kynferðislega á barni undir fjórtán ára. Hinn 39 ára gamli Velasquez var ekki laus gegn tryggingu og er nú í Santa Clara fangelsinu en hann fer fyrir dómara seinna í dag. Velasquez er frá Kaliforníu og æfir og þjálfari í American Kickboxing Academy í San Jose sem er aðeins átta kílómetrum frá þeim stað sem skotárásin varð. Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann vann beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitil kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Velasquez var handtekinn af lögreglunni í San Jose í gær grunaður um manndrápstilraun í úthverfi borgarinnar. Former UFC champion Cain Velasquez booked on attempted murder charge https://t.co/DwsWqNqSKi— Post Sports (@PostSports) March 2, 2022 Cain Velasquez er margfaldur heimsmeistari í UFC og einn af þeim stóru í sportinu og handtaka hans hefur því vakið mikla athygli. Washington Post hefur heimildir fyrir því að Velasquez hafi þarna skotið barnaníðing sem hann taldi að hefði brotið kynferðislega á barni innan fjölskyldunnar. Velasquez skaut á bíl með tveimur mönnum innanborðs og annar þeirra var fluttur á sjúkrahús. Hann er ekki sagður vera í lífshættu. Report: Cain Velasquez allegedly shot at man accused of molesting a relative https://t.co/QG8seHCLg6— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 2, 2022 Sá sem slasaðist meira en sagður vera stjúpfaðir þess sem Velasquez ætlaði að skjóta. Umræddur barnaníðingur hafði verið látinn laus gegn tryggingu á föstudaginn var en hann hafði áður verið handtekinn fyrir að brjóta kynferðislega á barni undir fjórtán ára. Hinn 39 ára gamli Velasquez var ekki laus gegn tryggingu og er nú í Santa Clara fangelsinu en hann fer fyrir dómara seinna í dag. Velasquez er frá Kaliforníu og æfir og þjálfari í American Kickboxing Academy í San Jose sem er aðeins átta kílómetrum frá þeim stað sem skotárásin varð. Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann vann beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitil kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira