Áfram er mikið um greiningar á bráðamóttöku og hjá innlögðum sjúklingum, segir í tilkynningu frá farsóttanefnd. 55 sjúklingar liggja inni með Covid á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Þá eru að lágmarki 253 starfsmenn spítalans í einangrun.
Í tilkynningunni segir að farsóttanefnd muni skoða möguleika á notkun hraðgreiningarprófa. Þar að auki verði skoðað hvort hægt sé að aflétta takmörkunum og sóttvörnum á spítalanum en farsóttanefnd virðist þó ekki bjartsýn eins og staðan er í dag.
„Ekki er búist við að neitt stórt gerist í þeim efnum á meðan faraldurinn geisar sem aldrei fyrr en mikilvægt að horfa fram í tímann og draga upp útlínur að áætlun,“ segir í tilkynningunni.