Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 22:30 Jón Gnarr kveðst viðurkenna það nú að hann hafi haft rangt fyrir sér. NATO sé ekki alslæmt eftir allt saman. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10