Til hamingju með Marakess-sáttmálann Marín Guðrún Hrafnsdóttir skrifar 2. mars 2022 08:32 Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út. Höfundarréttarvarið efni, sem gert er aðgengilegt, verður því óháð landamærum. Heimildir í sáttmálanum fjalla sérstaklega um óhagnaðardrifin félög og stofnanir á borð við Hljóðbókasafn Íslands sem gerir efni aðgengilegt fyrir þá sem á þurfa að halda og því skiptir undirritun Íslands miklu máli fyrir þann hóp sem nýtir sér mikilvæga þjónustu safnsins. Lengi hefur verið beðið eftir því að Ísland fullgilti sáttmálann og bættist þar með í hóp 85 aðildarríkja heimsins. Á síðasta ári voru gerðar nauðsynlegar breytingar á höfundalögum til undirbúnings og jafnframt var skerpt á hlutverki og réttindum Hljóðbókasafns Íslands en í 19. grein endurskoðaðra höfundalaga segir: „Viðurkennd eining getur gert eintak á aðgengilegu formi af verki eða öðru efni sem hún hefur lögmætan aðgang að, eða miðlað eintaki á aðgengilegu formi, gert það aðgengilegt, dreift því eða lánað einstaklingi með sjón- eða lestrarhömlun eða annarri viðurkenndri einingu með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sé það ekki gert í hagnaðarskyni og sé eingöngu til afnota fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun.“ Sáttmálinn setur skýrar reglur um meðferð á höfundarrétti og einvörðungu er verið að opna á millisafnaaðgang til þeirra hópa sem á þurfa að halda og sem í tilviki Hljóðbókasafns Íslands hafa skilað inn vottorði um prentleturshömlun. Sáttmálinn birtir þó fyrst og síðast ríkan skilning á mannréttindum og nauðsyn þess að tryggja jafnt aðgengi að lesefni. Sáttmálinn bætir verulega aðgengi blindra og sjónskerta að les- og prentefni nú þegar höfundarréttarvarið aðgengilegt efni getur ferðast yfir landamæri. Höfundur er forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Höfundarréttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út. Höfundarréttarvarið efni, sem gert er aðgengilegt, verður því óháð landamærum. Heimildir í sáttmálanum fjalla sérstaklega um óhagnaðardrifin félög og stofnanir á borð við Hljóðbókasafn Íslands sem gerir efni aðgengilegt fyrir þá sem á þurfa að halda og því skiptir undirritun Íslands miklu máli fyrir þann hóp sem nýtir sér mikilvæga þjónustu safnsins. Lengi hefur verið beðið eftir því að Ísland fullgilti sáttmálann og bættist þar með í hóp 85 aðildarríkja heimsins. Á síðasta ári voru gerðar nauðsynlegar breytingar á höfundalögum til undirbúnings og jafnframt var skerpt á hlutverki og réttindum Hljóðbókasafns Íslands en í 19. grein endurskoðaðra höfundalaga segir: „Viðurkennd eining getur gert eintak á aðgengilegu formi af verki eða öðru efni sem hún hefur lögmætan aðgang að, eða miðlað eintaki á aðgengilegu formi, gert það aðgengilegt, dreift því eða lánað einstaklingi með sjón- eða lestrarhömlun eða annarri viðurkenndri einingu með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sé það ekki gert í hagnaðarskyni og sé eingöngu til afnota fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun.“ Sáttmálinn setur skýrar reglur um meðferð á höfundarrétti og einvörðungu er verið að opna á millisafnaaðgang til þeirra hópa sem á þurfa að halda og sem í tilviki Hljóðbókasafns Íslands hafa skilað inn vottorði um prentleturshömlun. Sáttmálinn birtir þó fyrst og síðast ríkan skilning á mannréttindum og nauðsyn þess að tryggja jafnt aðgengi að lesefni. Sáttmálinn bætir verulega aðgengi blindra og sjónskerta að les- og prentefni nú þegar höfundarréttarvarið aðgengilegt efni getur ferðast yfir landamæri. Höfundur er forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar