Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. Covid.is, upplýsingasíða Almannavarna og Landlæknisembættisins, er sem fyrr uppfærð á virkum dögum og því verður hægt að nálgast nánari tölulegar upplýsingar um framgang faraldursins á mánudag.
Nú liggja 56 inni á Landspítala með Covid-19, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landspítala. Tveir þeirra eru á gjörgæslu, en annar þeirra er í öndunarvél.
Í tilkynningu spítalans kemur ekki fram hversu stór hluti inniliggjandi Covid-sjúklinga lagðist inn vegna veikinda af völdum Covid.