Velta fyrir sér hvort Man United þurfi að vera djarfara í ráðningu á nýjum þjálfara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2022 08:01 Ralf Rangnick og aðstoðarmaður hans, Mike Phelan. Matthew Peters/Getty Images Mikil umræða hefur skapast í kringum Ralf Rangnick og stöðu hans hjá Manchester United, hann er bráðabirgðaþjálfari út tímabilið á meðan félagið leitar að arftaka hans. Hvern félagið mun reyna að fá er óvíst en Man Utd hefur undanfarin ár farið auðveldu leiðina þegar kemur að því að ráða þjálfara. Frá því að Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari Manchester United hafa alls sjö menn tekið að sér að þjálfa liðið, þrír af þeim hafa gegnt stöðu bráðabirgðastjóra á meðan hinir fjórir voru ráðnir til lengri tíma. Þó félagið hafi þurft að borga þeim fúlgur fjár er þjálfurunum fjórum var sagt upp störfum þá þurfti Manchester United ekki að hafa mikið fyrir því að sækja þá. David Moyes var fyrstur, hann var að renna út á samning hjá Everton og því auðvelt að fá hann yfir lækinn. Louis Van Gaal var annar en hann var einnig að renna út á samning hjá hollenska knattspyrnusambandinu. José Mourinho var þriðji en hann var atvinnulaus eftir að hafa yfirgefið Chelsea og Ole Gunnar Solskjær var samningsbundinn Molde í Noregi sem ákvað að standa ekki í vegi fyrir draumastarfi Norðmannsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Manchester United frá 2018 til 2021.Clive Brunskill/Getty Images Þá var Rangnick nýbúinn að ganga til liðs við við Lokomotiv Moskvu en tókst að fá sig lausan og semja við Manchester United. Daniel Taylor og Adam Crafton – blaðamenn hjá The Athletic – velta fyrir sér hvort Man Utd þurfi að vera djarfara í ráðningum á þjálfara. Roy Keane – fyrrverandi fyrirliði liðsins – tekur undir þetta en hann ræddi við Gary Neville og Jaime Carragher á dögunum þar sem þjálfarastaða Manchester United kom upp. Keane velti fyrir sér af hverju Man Utd hefði aldrei borgað almennilega fjárhæð fyrir þjálfara í stað þess að vera alltaf að borga þá út. Go and get Simeone, said Roy Keane, as blunt as ever. Except when did Manchester United last go for a manager from another elite club?If #MUFC want a top appointment Pochettino being the No 1 choice the club might need a new, bolder approach. https://t.co/TuZYDeqO2e— Daniel Taylor (@DTathletic) February 25, 2022 „Ef þú virkilega vilt þjálfara þá er þetta eins og með leikmenn, þú þarft að fara og sækja hann. Ef hann er rétti þjálfarinn fyrir Manchester United þá ferðu og sækir hann. Borgar það sem til þarf, þú ert að borga morðfjár fyrir leikmenn á sama tíma.“ Vill manninn sem stýrir mótherja Man United í Meistaradeildinni „Hann hefur gert frábæra hluti. Stór karakter með stóran persónuleika. Farið og sækið Diego Simeone,“ sagði Keane um manninn sem hann vill sjá taka við Man United. Diego Simeone og Jürgen Klopp á góðri stundu.Nick Potts/Getty Images Taylor og Crafton eru ekki svo vissir að Simeone myndi njóta sín á Englandi en hann hefur til að mynda sjálfur sagt að tungumálaörðugleikar gætu gert honum erfitt fyrir. Hluti af árangri Simeone með Atlético Madríd hefur verið byggður á sambandi hans við leikmenn sína, leikmenn sem tala sama tungumál og hann. Mauricio Pochettino rétti maðurinn í starfið? Keane telur að Man United hefði átt að reyna við Pochettino áður en Solskjær var ráðinn árið 2019. Er Solskjær var rekinn var Pochettino tekinn við París Saint-Germain en hann hefur samt verið orðaður við Man United statt og stöðugt síðan. Talið er að enska félagið hafi ekki viljað borga 15 milljónir punda til að losa Pochettino undan samningi hjá PSG er Rangnick var ráðinn. Verðið mun eflaust vera það sama í sumar nema PSG láti Pochettino fara. Það sem flækir málin er að Real Madríd horfir einnig til Pochettino sem arftaka Carlo Ancelotti. Man United og Real Madríd horfa til Pochettino.EPA-EFE/YOAN VALAT Erik ten Hag, þjálfari Ajax, hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna á Old Trafford. Hvort sú ráðning væri djarfari eða sniðugri heldur en Pochettino eða Simeone veit enginn en sem stendur hefur enginn hollenskur þjálfari náð framúrskarandi árangri í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Frá því að Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari Manchester United hafa alls sjö menn tekið að sér að þjálfa liðið, þrír af þeim hafa gegnt stöðu bráðabirgðastjóra á meðan hinir fjórir voru ráðnir til lengri tíma. Þó félagið hafi þurft að borga þeim fúlgur fjár er þjálfurunum fjórum var sagt upp störfum þá þurfti Manchester United ekki að hafa mikið fyrir því að sækja þá. David Moyes var fyrstur, hann var að renna út á samning hjá Everton og því auðvelt að fá hann yfir lækinn. Louis Van Gaal var annar en hann var einnig að renna út á samning hjá hollenska knattspyrnusambandinu. José Mourinho var þriðji en hann var atvinnulaus eftir að hafa yfirgefið Chelsea og Ole Gunnar Solskjær var samningsbundinn Molde í Noregi sem ákvað að standa ekki í vegi fyrir draumastarfi Norðmannsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Manchester United frá 2018 til 2021.Clive Brunskill/Getty Images Þá var Rangnick nýbúinn að ganga til liðs við við Lokomotiv Moskvu en tókst að fá sig lausan og semja við Manchester United. Daniel Taylor og Adam Crafton – blaðamenn hjá The Athletic – velta fyrir sér hvort Man Utd þurfi að vera djarfara í ráðningum á þjálfara. Roy Keane – fyrrverandi fyrirliði liðsins – tekur undir þetta en hann ræddi við Gary Neville og Jaime Carragher á dögunum þar sem þjálfarastaða Manchester United kom upp. Keane velti fyrir sér af hverju Man Utd hefði aldrei borgað almennilega fjárhæð fyrir þjálfara í stað þess að vera alltaf að borga þá út. Go and get Simeone, said Roy Keane, as blunt as ever. Except when did Manchester United last go for a manager from another elite club?If #MUFC want a top appointment Pochettino being the No 1 choice the club might need a new, bolder approach. https://t.co/TuZYDeqO2e— Daniel Taylor (@DTathletic) February 25, 2022 „Ef þú virkilega vilt þjálfara þá er þetta eins og með leikmenn, þú þarft að fara og sækja hann. Ef hann er rétti þjálfarinn fyrir Manchester United þá ferðu og sækir hann. Borgar það sem til þarf, þú ert að borga morðfjár fyrir leikmenn á sama tíma.“ Vill manninn sem stýrir mótherja Man United í Meistaradeildinni „Hann hefur gert frábæra hluti. Stór karakter með stóran persónuleika. Farið og sækið Diego Simeone,“ sagði Keane um manninn sem hann vill sjá taka við Man United. Diego Simeone og Jürgen Klopp á góðri stundu.Nick Potts/Getty Images Taylor og Crafton eru ekki svo vissir að Simeone myndi njóta sín á Englandi en hann hefur til að mynda sjálfur sagt að tungumálaörðugleikar gætu gert honum erfitt fyrir. Hluti af árangri Simeone með Atlético Madríd hefur verið byggður á sambandi hans við leikmenn sína, leikmenn sem tala sama tungumál og hann. Mauricio Pochettino rétti maðurinn í starfið? Keane telur að Man United hefði átt að reyna við Pochettino áður en Solskjær var ráðinn árið 2019. Er Solskjær var rekinn var Pochettino tekinn við París Saint-Germain en hann hefur samt verið orðaður við Man United statt og stöðugt síðan. Talið er að enska félagið hafi ekki viljað borga 15 milljónir punda til að losa Pochettino undan samningi hjá PSG er Rangnick var ráðinn. Verðið mun eflaust vera það sama í sumar nema PSG láti Pochettino fara. Það sem flækir málin er að Real Madríd horfir einnig til Pochettino sem arftaka Carlo Ancelotti. Man United og Real Madríd horfa til Pochettino.EPA-EFE/YOAN VALAT Erik ten Hag, þjálfari Ajax, hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna á Old Trafford. Hvort sú ráðning væri djarfari eða sniðugri heldur en Pochettino eða Simeone veit enginn en sem stendur hefur enginn hollenskur þjálfari náð framúrskarandi árangri í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira