Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 17:08 Björgunarsveitir hafa sinnt nokkrum fjölda fokverkefna í dag. vísir/vilhelm Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. „Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
„Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira