Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:25 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsvarsmennirnir hafa verið í sambandi við EBU og lagst gegn því að Rússar fái að vera á meðal þátttakenda í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí. „Við höfum verið í samskiptum við kollega okkar á Norðurlöndunum sem deila áhyggjum okkar af stöðu mála í Úkraínu. Það er mat okkar allra að það gangi ekki upp að Rússar taki þátt í Eurovision við þessar aðstæður,“ er haft eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Í gær var tilkynnt að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision þrátt fyrir innrásina. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni. Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu.Getty/Dean Mouhtaropoulos „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. Stefán telur ekki tímabært að svara því hvort Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur eða Finnland dragi sig úr keppni fái Rússar að taka þátt. „Ég hef fulla trú á því að EBU taki á þessu af festu og ábyrgð.“ Tónlist Eurovision Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17 Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Forsvarsmennirnir hafa verið í sambandi við EBU og lagst gegn því að Rússar fái að vera á meðal þátttakenda í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí. „Við höfum verið í samskiptum við kollega okkar á Norðurlöndunum sem deila áhyggjum okkar af stöðu mála í Úkraínu. Það er mat okkar allra að það gangi ekki upp að Rússar taki þátt í Eurovision við þessar aðstæður,“ er haft eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Í gær var tilkynnt að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision þrátt fyrir innrásina. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni. Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu.Getty/Dean Mouhtaropoulos „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. Stefán telur ekki tímabært að svara því hvort Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur eða Finnland dragi sig úr keppni fái Rússar að taka þátt. „Ég hef fulla trú á því að EBU taki á þessu af festu og ábyrgð.“
Tónlist Eurovision Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17 Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01
Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“