Börn eiga alltaf að njóta vafans Hólmfríður Árnadóttir skrifar 24. febrúar 2022 20:00 Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun