Börn eiga alltaf að njóta vafans Hólmfríður Árnadóttir skrifar 24. febrúar 2022 20:00 Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar