Börn eiga alltaf að njóta vafans Hólmfríður Árnadóttir skrifar 24. febrúar 2022 20:00 Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun