„Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2022 11:57 Oksana hefur gríðarlegar áhyggjur af fjölskyldunni sem býr úti í Úkraínu. Systir hennar segir skelfingu og neyð einkenna lífið í Úkraínu í dag. Vísir/Egill Þessi orð mælti faðir Oksönu Shabatura þegar hún bað hann um að leggja mat á ástandið og spá fyrir um framhaldið í Úkraínu. Þau eru til marks um þá óvissu og skelfingarástand sem almenningur í Úkraínu býr nú við. Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21