Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23