Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Guðlaugur Kristmundsson. Vísir/Vilhelm „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira