Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Guðlaugur Kristmundsson. Vísir/Vilhelm „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið