Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 12:30 Elvar Már Friðriksson hefur tekið mörg skref á síðustu árum og er núna farinn að vekja athygli hjá stórliðum Evrópu. Stöð2 Sport Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023. Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira