Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum. Við tökum einnig stöðuna á landsmönnum og ræðum við formann farsóttarnefndar Landspítalans um stöðu spítalans til þess að takast á við hömlulausan faraldur.
Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við fulltrúa utanríkismálanefndar Alþingis sem fundaði tvívegis um Úkraínudeiluna í dag.
Í kvöldfréttum og í Íslandi í dag verður rætt við konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot. Þær gagnrýna hversu fáar ákærur voru gefnar út í málinu og segja að ekki hafi verið staðið nógu vel að rannsókn þeirra.
Þá tökum við stöðuna á Hvergerðingum sem ætla að taka höndum saman og byggja Hamarshöllina upp að nýju og hittum mæðgur sem búa á einni afskekktustu bújörð landsins.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.