Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Liðsfélagar Jóns Arnórs steinþögðu allir sem einn á meðan að hann hellti úr skálum reiði sinnar. Skjáskot/Stöð 2 Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira