Martin sáttur með lífið: Er í stóru hlutverki í mjög góðu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Martin Hermannsson hlustar á íslensk þjóðsönginn fyrir leik í undankeppni HM. S2 Sport Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar á morgun sinn fyrsta heimaleik í 732 daga þegar Ítalir koma í heimsókn á Ásvelli. Í íslenska liðinu verður Martin Hermannsson sem spilaði síðast á Íslandi í ágústmánuði árið 2019. Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira