Komst á Verðlaunapall á ÓL eftir hafa slitið krossband fjórum sinnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Maria Therese Tviberg og Thea Louise Stjernesund fagna hér sigri norska liðsins í keppni um bronsverðlaunin en þau bandarísku fylgjast vonsvikin með. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Norska skíðakonan Maria Therese Tviberg hefur sýnt mikla þrautseigju á ferlinum sem hefur einkennst af endalausum meiðslum. Á nýloknum Vetrarólympíuleikunum vann hún ekki gull en samt mjög stóran og táknrænan sigur. Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Tviberg var í norska liðinu sem vann bronsverðlaun í liðakeppni alpagreinanna á lokadegi leikanna. Norska liðið hafði betur á móti Mikaela Shiffrin og félögum í bandaríska liðinu í keppninni um bronsið. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/lNZ9my9ARO— VG Sporten (@vgsporten) February 22, 2022 Það er í raun ótrúlegt að Tviberg sé enn að keppa á hæsta stigi en hún hefur glímt við yfir tíu alvarleg meiðsli á ferlinum þar af hefur hún slitið krossband fjórum sinnum. Tviberg er nú 27 ára gömul en hún sló fyrst í gegn fyrir átta árum þegar hún vann silfur á heimsmeistaramóti unglinga. Það var því strax vitað að hún væri hæfileikarík en meiðslin hafa verið í aðalhlutverki hingað til. „Þetta var stórt. Thea (Louise Stjernesund) og Fabian (Wilkens Solheim) gerðu frábærlega fyrir liðið en þetta var liðssigur. Það er Ólympíuverðlaun í húsi og það er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var mjög lítil,“ sagði Maria Therese Tviberg við VG. „Ég tel að þessi verðlaun verði mjög góð fyrir sjálfstraustið. Þetta hefur verið upp og niður hjá mér í ár. Þetta er svo svalt og frábært að vera með þetta á ferilskránni,“ sagði Tviberg. Tviberg fra fire korsbåndskader til OL-medalje: Ikke mange som ville fortsatt https://t.co/W9bugAzNoW— VG (@vgnett) February 22, 2022 Fyrir þrettán árum þá flutti fjölskyldan til Geilo til að vera nær skíðabrekkunni. Hún þurfti ekki lengur að ferðast í marga klukkutíma í bil heldur var nokkrar mínútur út í brekku. Hún sleit hins vegar krossband aðeins sextán ára gömul og skemmdi líka mikið í hnénu. „Hún er þrjósk þegar hún setur sér markmið. Margir gefast upp eftir fyrsta krossbandsslitið og eftir tvö þá verður þetta mjög erfitt. Hún hefur slitið krossband fjórum sinnum. Það eru ekki margir sem væri enn á ferðinni. Það eru einhverjir en ekki margir,“ sagði Torgeir Tviberg, faðir hennar í viðtali við Vedens Gang. „Ég held að ég hafi reiknað það út að hún sé búin að missa úr sex ár vegna meiðsla. Þannig að ef við tökum mið að því þá er hún bara 21 árs gömul hvað varðar ferilinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að hún heldur áfram. Hún er ekki búin að fá nóg af alpagreinunum ennþá,“ sagði Torgeir.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira